Færsluflokkur: Bloggar

Enn eitt snilldarframtak hjá ríkisstjórninni.

Já alveg hreint frábært að skera niður þarna. Fólk er í hrönnum að missa vinnuna og þá er sá möguleiki að fara í nám og byggja sig upp,, en nei þarna er verið svo aldeilis að taka fyrir það. Næst, samfara því að hækka skattpíninguna , skulum við svo skerða allar bætur,, þetta er hreint frábært allt saman....


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF ballið er að byrja,, og allir saman nú

Verð bara að játa að það læðist að mér smá kvíðahnútur þó svo að ég reyni að halda í jólaskapið með bros á vör. En hlustandi á fréttirnar í dag þá heyrir maður að ballið hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum er að byrja. Ríkisstjórnin er búin að segja að það á að gera allt til að hjálpa t.d heimilum landsins,létta róðurinn, koma okkur yfir brimskaflinn og ég veit ekki hvað. Hins vegar kemur þetta niður á eitt,, það erum við og enginn annar sem eigum að borga þetta allt saman. Vá æðislegt að fá að frysta lánin,, lengja þau um skriljón ár og borga allt svo margfalt til baka. Nú ofan á allt á að bjóða okkur upp á hærri tekjuskatt, hærra útsvar, og það verður örugglega stutt í að við fáum að sjá t.d hækkun á leikskólagjöldum,, dagmömmurnar þurfa auðvitað að hækka sinn taxta,, sveitafélögin koma ekki til með að hækka sínar greiðslur til t.d barnafólks. Já svo ætlar ríkið að ná í smá aura með áfengissölunni,, allt að hækka.. já þetta er alveg frábært hvað ríkisstjórnin stendur sig vel.. Nú er ég bara þessi týpíski íslendingur, meðallaunakona, keypti íbúð með ísl. og erl. láni í fyrra og á tvö börn.. Allt sem ríkisstjórnin þykist vera að gera hefur nákvæmlega ekkert hjálpað... ég sé bara að það er verið að klípa meira og meira af þessum fáu verðlausu krónum sem ég vinn mér inn... það sorglega er að hugsunin um að fara héðan læðist æ meir að manni, en maður er fastur í eigin húsnæði og kæmist ekki burt þó svo að maður vildi.

Verndum heimilin í landinu, en bara smá aukaskattur,

Alveg frábært hreint,, já við skulum halda áfram að skattpína okkur almúgann, en látum vera að pína aumingja fólkið sem á nóg af peningum,, hvar er hátekjuskatturinn?? er ekki alveg í lagi að koma honum á svona bara tímabundið......
mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband